Hætti vegna lágra launa

Hrefna Einarsdóttir útskrifaðist sem ljósmóðir fyrir 27 árum en hætti að taka á móti börnum fyrir fjórum árum vegna lágra launa. Hún segist vera einstæð móðir og launin hrökkvi ekki fyrir nauðsynjum.

 Hún starfaði áður hjá dótturfyrirtæki Decode en var nýlega sagt upp störfum þegar fyrirtækið dró saman seglin. Hún hefur verið beðin um að koma til starfa á Kvennadeild Landspítalans og vill gjarnan starfa aftur við ljósmóðurstörf verði launin leiðrétt.

Ljósmæður og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir utan Stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á kröfum ljósmæðra um að menntun þeirra verði metin til launa til jafns við aðrar stéttir hjá ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert