Klerkar í bílveltu

„Eldklerkarnir
„Eldklerkarnir" sluppu með minniháttar meiðsl úr bílveltunni. mbl.is

Eldur kom upp í bifreið er hún lenti utan vegar skammt frá Sveinsstöðum í Vatnsdal skömmu eftir hádegi. Séra Patrick Breen, kaþólski presturinn á Akureyri staðfesti við Fréttavef Morgunblaðsins að þrír kaþólskir prestar og biskup frá Póllandi hafi verið í bílnum. Þeir slösuðust lítillega.

„Lögreglan á Blönduósi sagði mér að einn þeirra hefði handleggsbrotnað," sagði séra Breen sem átti von á þessum erlendu gestum síðar í dag. Hinir slösuðu voru fluttir til skoðunar á Heilsugæslustofnunina á Blönduósi en þaðan verða þeir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til frekari skoðunar. 

Lögreglan á Blönduósi gat ekki staðfest hver tildrög slyssins voru en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum varð bíllinn alelda og er talinn gjörónýtur. 

Mesta mildi þykir að ekki fór verr er eldur kom …
Mesta mildi þykir að ekki fór verr er eldur kom upp í bíl eftir veltu í Vatnsdal. mbl.is
Frá Vatnsdal.
Frá Vatnsdal. mbl.is/Einar Falur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert