Lagningadagar í Eyjum

Lokið verður við lagningu leiðslunnar í kvöld.
Lokið verður við lagningu leiðslunnar í kvöld. mbl.is/Sigurgeir

Vel hefur gengið að leggja nýja kaldavatnsleiðslu úr landi til Vestmannaeyja og mun þeirri aðgerð væntanlega ljúka í kvöld. Skipið Henry P. Lading er sérhannað til verksins og eru 40 ár síðan það lagði síðustu lögn þessa sömu leið.

Að sögn Sigurgeirs ljósmyndara í Eyjum sem fylgst hefur með starfinu í dag er skipið danskt með stefni olíuflutningaskips frá því í fyrri heimsstyrjöldinni og hefur áður lagt lagnir til Eyja fyrir 40 árum næstum upp á dag.

Sem stendur hefur verið gert hlé á vinnunni og beðið er eftir því að Herjólfur haldi til lands til að hægt verði að klára lagninguna og er reiknað með að því verki ljúki í kvöld en þá á eftir að tengja leiðsluna í báða enda en verkið er unnið á vegum Hitaveitu Suðurnesja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert