Land undir Bakkafjöruhöfn verður tekið eignarnámi

Líkan af Bakkafjöru
Líkan af Bakkafjöru Ásdís Ásgeirsdóttir

Landeigendur á Bakka og Siglingastofnun hafa hætt samningaviðræðum vegna landsins sem þarf undir fyrirhugaða Landeyjahöfn í Bakkafjöru. Ekki tókst að ná grundvelli til að semja og hefur málið því verið sent til samgönguráðuneytis, sem fer með heimild til eignarnáms á landinu samkvæmt lögum sem samþykkt voru á síðustu dögum þings í vor en sækja þurfti sérstaklega um heimildina á Bakka þar sem í hafnarlögum var ekki að finna heimild fyrir eignarnámi vegna hafnar.

„Auðvitað vonar maður alltaf að samningar takist, en ef það er alveg útséð um það munum við nýta okkur eignarnámsheimildina, til þess er hún fengin,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Þegar hefur verið samið um grjótnám sem nýta á í sjóvarnargarða umhverfis höfnina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert