Ráðherra ókunnugt um málið


Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki hafa verið með í ráðum þegar Útlendingastofnun sendi flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu. Hann segist heldur ekki hafa vitað af brottvísuninni. Hann segir að ráðuneytið geti tekið málið til efnislegrar meðferðar verði það kært þangað. Ekki sé hægt að gefa sér neina niðurstöðu fyrirfram.

Fjallað var um flóttamanninn Paul Ramses á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hörð gagnrýni á brottvísun hans hefur komið fram hjá einstaka þingmönnum og varaformanni Samfylkingarinnar.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að farið hafi verið að lögum og reglum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir aðalatriðið að dómsmálaráðherra fái málið á sitt borð og hún treysti honum ágætlega til að fjalla um það. Aðspurð um hvort það hefðu verið mistök að senda Paul Ramses úr landi áður en fjallað var um mál hans segir hún að farið hafi verið í öllu að settum reglum en skort hafi á að matskenndir þættir málsins væru skoðaðir betu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka