Staðið með ljósmæðrum

Frá mótmælastöðu við Stjórnarráðið í morgun
Frá mótmælastöðu við Stjórnarráðið í morgun mbl.is/Brynjar Gauti

Stuðningsfólk ljósmæðra kom saman fyrir utan stjórnarráðið klukkan 9:15 en ríkisstjórnarfundur er að hefjast þar. Stuðningsfólk ljósmæðra hefur sent út  fjöldapóst og sms, þar sem fólk er hvatt til að standa með konunum sem stóðu með mæðrum þeirra á mikilvægustu augnablikum lífsins.
 
Fjöldapósturinn er á þessa leið:
 
„ Ljósmæðrafélag Íslands hefur farið fram á það við ríkisstjórnina að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við laun annarra háskólastétta með sambærilega menntun. Flótti hefur verið úr stéttinni að undanförnu og nýliðun ekki nægileg. Fjöldauppsagnir eru í farvatninu og líðan og öryggi fæðandi kvenna í uppnámi.
 
 Ljósmæður þjónusta konur og börn á mikilvægustu augnablikum lífsins. Launakjör þeirra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því lofað að kjör kvenna hjá hinu opinbera verði endurmetin, einkum hjá þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Ljósmæður eru eingöngu konur."
 
 

Samstaða með ljósmæðrum
Samstaða með ljósmæðrum mbl.is/Brynjar Gauti
Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræðir við fólk fyrir utan stjórnarráðið
Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræðir við fólk fyrir utan stjórnarráðið mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert