Surtsey á heimsminjaskrá

Surtsey.
Surtsey. mynd/LHG

Surts­ey hef­ur verið skráð á heims­minja­skrá UNESCO, en heims­minja­nefnd UNESCO fjallaði um um­sókn Íslands á fundi sín­um í Qu­e­bec í Kan­ada gær.

Fram kem­ur í rök­stuðningi nefnd­ar­inn­ar að það sem þyki einna merki­leg­ast við eyj­una er að hún hafi verið verndað friðland frá því hún myndaðist í eld­gosi á ár­un­um 1963 til 1967, hún sé því ein­stök rann­sókn­ar­stöð þar sem vís­inda­menn geta fylgst með þróun dýra- og plöntu­lífs.

Sér­stakt leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar þarf til að heim­sækja Surts­ey. Aðgang­ur­inn er tak­markaður til þess að valda sem minnstri trufl­un á óheft­um fram­gangi nátt­úr­unn­ar. Stöðug vökt­un er með vexti líf­rík­is­ins í eynni og mót­un lands­ins, jarðhita, landrofi og mynd­un mó­bergs. Það eru fyrst og fremst vís­inda­menn sem fá að heim­sækja Surts­ey en á síðari árum hafa nokkr­ir sem vinna að gerð heim­ild­ar­mynda og tíma­rits­greina fengið leyfi til að heim­sækja eyna. Líf­fræðing­ar fara á hverju ári og fylgj­ast með gróðri og dýra­lífi og er leiðang­ur þeirra ráðgerður í næstu viku. Jarðfræðing­ar hafa farið annað hvert ár.

Hér má sjá þá staði sem komust inn á heims­minja­skrá UNESCO ásamt Surts­ey. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert