Surtsey á heimsminjaskrá

Surtsey.
Surtsey. mynd/LHG

Surtsey hefur verið skráð á heimsminjaskrá UNESCO, en heimsminjanefnd UNESCO fjallaði um umsókn Íslands á fundi sínum í Quebec í Kanada gær.

Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að það sem þyki einna merkilegast við eyjuna er að hún hafi verið verndað friðland frá því hún myndaðist í eldgosi á árunum 1963 til 1967, hún sé því einstök rannsóknarstöð þar sem vísindamenn geta fylgst með þróun dýra- og plöntulífs.

Sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar þarf til að heimsækja Surtsey. Aðgangurinn er takmarkaður til þess að valda sem minnstri truflun á óheftum framgangi náttúrunnar. Stöðug vöktun er með vexti lífríkisins í eynni og mótun landsins, jarðhita, landrofi og myndun móbergs. Það eru fyrst og fremst vísindamenn sem fá að heimsækja Surtsey en á síðari árum hafa nokkrir sem vinna að gerð heimildarmynda og tímaritsgreina fengið leyfi til að heimsækja eyna. Líffræðingar fara á hverju ári og fylgjast með gróðri og dýralífi og er leiðangur þeirra ráðgerður í næstu viku. Jarðfræðingar hafa farið annað hvert ár.

Hér má sjá þá staði sem komust inn á heimsminjaskrá UNESCO ásamt Surtsey. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert