Þyrlur sóttu tugi manna á Suðurland

Mikið þyrluflug yfir höfuðborgarsvæðinu vakti athygli í gær. Nokkrar þyrlur sáust fljúga þrisvar sinnum frá Reykjavík í austurátt og aftur til baka. Sigurður Pálmason, framkvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar, segir fimm þyrlur frá þeim og Norðurflugi hafa verið að flytja fólk af Suðurlandi til Reykjavíkur og farið þrjár ferðir hver. Hann vildi ekki gefa miklar upplýsingar um viðskiptavinina sem hann sagði ekki hafa viljað að hátt væri haft um ferðamáta þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert