Fyrirtækið sem sér um rekstur auglýsingaskilta víða í höfuðborginni, AFA JCDecaux hefur fengið fjölda ábendinga frá velviljuðum borgurum sem sögðu til skemmdarvarga sem hafa límt veggspjöld með slagorðinu: „Skítt með kerfið" yfir aðrar auglýsingar.
„Skítt með kerfið" spjöldin munu vera hluti af auglýsingaherferð og hafa verið vísvitandi verið sett yfir aðrar auglýsingar með fullu samþykki allra sem að málinu koma og tekið er fram að auglýsandinn greiðir fullt verð fyrir afnot af skiltunum.
Í tilkynningu frá AFA JCDecaux segir: „ Vegna þessa skal áréttað að ekki er hér um skemmdarverk að ræða heldur nýstárlega og óhefðbundna notkun á hinum hefðbundnu auglýsingaskiltum. Notkunin er með fullu samþykki AFA JCDecaux og auglýsandinn greiðir fullt verð fyrir afnotin af skiltunum.
Það er ánægjuleg þróun að vegfarendur fylgist náið með umhverfi sínu og bregðist við ef þörf krefur. Við skorum hins vegar á fólk að hafa samband við okkur áður en gripið verður til “hreinsunaraðgerða” vegna auglýsinga á okkar vegum í framtíðinni."