Trufluðu ekki veiðarnar

Njörður á hrefnuveiðum
Njörður á hrefnuveiðum

Elding II sigldi út á Faxaflóann á miðnætti í nótt og kom að Nirði RE um 16 mílum fyrir utan Reykjavík með hrefnukálf innanborðs. Um borð í Eldingu II var myndatökumaður og fulltrúi IFAW.  Tilgangur ferðarinnar var að fylgjast með veiðunum og ná af þeim myndum, að því er segir í tilkynningu frá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu.

 „Skipstjóri Eldingar II hélt sig í 500-1000 metra fyrir aftan Njörð til að hindra ekki veiðarnar.  Engin átök né samskipti voru milli skipstjórnarmanna bátana tveggja," segir í tilkynningunni. 

Eftir að hafa gert að hvalnum sem veiddur í gærkvöld, leit út fyrir að áhöfnin á Nirði ætlaði að halda veiðunum áfram.  Síðdegis í dag pakkaði áhöfnin saman og hélt til hafnar án þess að hafa veitt annan hval, samkvæmt upplýsingum frá Eldingu.

Neita því að hafa truflað veiðar

Í dag fóru á milli 500-600 manns í hvalaskoðun frá Reykjavík.  Algengt hvalaskoðunarsvæði er c.a  8-18 mílur út frá Reykjavík en nokkuð oft kemur fyrir að það þurfi að fara lengra út en það til að finna hvali.
Fullyrðingar hrefnuveiðimanna að Elding II hafi truflað veiðarnar eru alrangar, segir í tilkynningu Eldingar.

Hrefnan dregin um borð
Hrefnan dregin um borð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert