Hjúkrunarfræðingar semja við ríkið

Hjúkrunarfræðingar eru búnir að semja. Náðust aðalmarkmið sem voru m.a …
Hjúkrunarfræðingar eru búnir að semja. Náðust aðalmarkmið sem voru m.a að hækka grunnlaun. Mbl.is/Árni Sæberg

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar voru rétt í þessu að und­ir­rita samn­inga við ríkið. Elsa B. Friðfinns­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, sagði í sam­tali við Mbl fyr­ir und­ir­rit­un að þetta væri mik­ill létt­ir og að samn­ingsaðilar væru báðir mjög ánægðir með að það hafi tek­ist að forða yf­ir­vinnu­verk­falli. 

In­dælt stríð

„Þetta er búið að vera in­dælt stríð,“ sagði Elsa í sam­talið við Morg­un­blaðið eft­ir und­ir­rit­un samn­ings­ins.

Elsa sagði að þótt aðilar hefðu stund­um verið mis­sátt­ir við ýmis atriði hefði verið talað í gegn­um þau og kom­ist að sam­komu­lagi sem báðir aðilar væru sátt­ir við.

Veru­leg hækk­un dag­vinnu­launa

„Við náðum okk­ar aðal­mark­miði sem var að hækka grunn­laun­in. Þetta ger­um við með veru­legri hækk­un dag­vinnu­launa,“ seg­ir Elsa.

Aðal­atriði samn­ings­ins eru að öðru leyti þau að yf­ir­vinnu­pró­senta lækk­ar og ein­hverj­ar breyt­ing­ar verða á vakta­skipu­lagi. Þá verða breyt­ing­ar á rétt­ind­um hjúkr­un­ar­fræðinga 55 ára og eldri.

Kosn­ing­um lokið fyr­ir 20.júlí

„Við telj­um þetta vera ágæt­is sam­komu­lag og núna hefj­umst við handa við að kynna þetta fyr­ir okk­ar fé­lags­mönn­um. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt,“ sagði Elsa að end­ingu og fór að gæða sér á vöffl­um með fé­lög­um sín­um í samn­inga­nefnd­inni en að lok­inni und­ir­rit­un var öll­um boðið í vöfflukaffi til að fagna ár­angr­in­um. Var þar glatt á hjalla.

Gert er ráð fyr­ir að kosn­ing­um um samn­ing­inn verði lokið fyr­ir 20. júlí en þær verða fram­kvæmd­ar á ra­f­ræn­an hátt.

Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Elsa B. Friðfinns­dótt­ir. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert