Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses

Paul Ramses
Paul Ramses mbl.is

Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Paul Ramses, Keníamannsins sem Útlendingastofnun vísaði úr landi í síðustu viku, leggur í dag fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna brottvísunarinnar. Hún segir fyrstu kröfu sína þá að ákvörðun Útlendingastofnunar verði ógilt og málinu vísað til nýrrar meðferðar.

Sú krafa styðjist við þau rök að allar reglur um góða stjórnsýslu og stjórnsýslulög hafi verið brotin í máli Pauls. „Í stjórnsýslulögum segir að tilkynna eigi og birta ákvörðun hratt og örugglega,“ bendir Katrín á. Í máli Pauls hafi ákvörðun um brottvísun, sem tekin var 1. apríl í vor, ekki verið birt honum fyrr en 2. júlí. Þá hafi hann verið kominn í varðhald lögreglu og verið sendur úr landi nokkrum klukkutímum síðar og því ekki getað varist ákvörðuninni.

Vissi ekki um ákvörðun ÚTL

Fá ekki gjaldfrjálsa lagaaðstoð

Katrín gagnrýnir að hælisleitendum skuli ekki tryggð lágmarks lögfræðiaðstoð á fyrstu stigum. „Þegar fólk sækir um hæli hér eru fyrstu skrefin þau að útlendingayfirvöld skoða málið með tilliti til Dyflinnarsamningsins. Þá er verið að athuga hvort hugsanlegt sé að annað land beri ábyrgð á umsókninni,“ segir hún. Komi slíkt í ljós eru yfirvöld í viðkomandi landi spurð hvort þau séu reiðubúin að taka við viðkomandi. Sé það staðfest er fólk sent til þess lands. Meðan á þessu stendur á umsækjandi ekki rétt á endurgjaldslausri lögfræðiráðgjöf og heldur ekki þegar yfirvöld hafa tekið ákvörðun um endursendingu,“ segir Katrín. Eftir að Katrín tók við máli hjónanna útbjó hún umsókn til Útlendingastofnunar þar sem óskað var eftir því að íslensk stjórnvöld fjölluðu um umsókn Pauls hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert