Björgunarsveitin Landsbjörg leitaði í dag að erlendum ferðamönnum sem létu lögreglu á Hvolsvelli vita af því að þeir sætu fastir í skafli. Fólkið fannst um sjö leytið, heilt á húfi, norðan Heklu.
Lögreglan á Hvolsvelli fékk símtal frá erlendum ferðamönnum um hálf tvöleytið í dag og sátu þeir þá fastir í snjóskafli utan vega.
Ferðamennirnir gátu ekki gefið upp nákvæma staðsetningu og fór björgunarsveitin Landsbjörg af stað til að leita mannanna. Fundust þeir heilir á húfi norðan Heklu um sjöleytið í kvöld.
Ferðamennirnir voru á illa útbúnum jeppling.