Mikilvæg tól í dómsmálum

„Það væru mis­tök að hætta að styðjast við grein­ing­ar á áfall­a­streiturösk­un í kyn­ferðis­brota­dóm­um,“ seg­ir dr. Berg­lind Guðmunds­dótt­ir, sál­fræðing­ur hjá Neyðar­mót­töku Land­spít­al­ans.

Eins og sagt var frá í 24 stund­um í gær bend­ir Jón Stein­ar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari, í grein sem hann rit­ar, á að erfitt sé að vita hvað það er sem veld­ur rösk­un eða van­líðan. Seg­ir hann grein­ingu á áfall­a­streiturösk­un ekki til þess fallna að sanna sök sak­born­ings.

Kær­andi geti jafn­vel upp­lifað áfall­a­streiturösk­un vegna kær­unn­ar og niður­læg­ing­ar sem henni fylg­ir.

Sýn­ir ekki mikla þekk­ingu

Hún seg­ir mjög erfitt fyr­ir kær­anda að gera sér upp áfall­a­streiturösk­un sem viðbrögð við kyn­ferðisof­beldi. „Viðkom­andi þarf þá að hafa gríðarlega mikla þekk­ingu á áfall­a­streiturösk­un og vita að hverju grein­and­inn leit­ar.“

Spurn­ingalist­ar eru aðeins lít­ill hluti af þeim tól­um sem notuð eru til að greina áfall­a­streiturösk­un, seg­ir Berg­lind. Einnig sé viðkom­andi tek­inn í ít­ar­leg viðtöl, enda ein­kenn­in ekki aug­ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert