Segir ásakanir um trúnaðarbrest fyrirslátt

Horft yfir Grindavík.
Horft yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Sig­mar Ed­vards­son, frá­far­andi formaður bæj­ar­ráðs Grinda­vík­ur, seg­ir að það sé fyr­ir­slátt­ur að bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafi verið óánægðir með sam­starfið við Sjálf­stæðis­flokk­inn vegna skorts á trúnaði og sam­ráði í mörg­um mál­um. Hann seg­ir ákvörðun­ina hafa komið sér á óvart.

Sig­mar seg­ir að flokk­arn­ir hafi unnið eft­ir mála­efna­samn­ingi sem var gerður í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins af full­um heil­ind­um þar til nú. Hann seg­ir að all­ar ásak­an­ir um trúnaðarbrest hafi ekki verið neitt annað en til­raun til að sprengja meiri­hluta­sam­starfið og ná í bæj­ar­stjóra­stól­inn.

„Þetta kom mér veru­lega á óvart,“ sagði Sig­mar í sam­tali við mbl.is.

Slæm áhrif fyr­ir Grinda­vík

Sig­mar seg­ir ljóst að málið snú­ist að stór­um hluta um samn­ing um orku­af­hend­ingu á iðnaðarsvæðum Grinda­vík­ur til Hita­veitu Suður­nesja sem bæj­ar­fé­lagið hef­ur verið að vinna að að und­an­förnu.  Hann bend­ir á að Sam­fylk­ing­in hafi lýst sig and­snúna öll­um virkj­ana­fram­kvæmd­um og séu á móti upp­bygg­ingu ál­vers í Helgu­vík. „Þetta get­ur haft mjög slæm áhrif fyr­ir Grinda­vík ef að samn­ing­ur­inn sem er klár til und­ir­rit­un­ar við Hita­veitu Suður­nesja fer í upp­nám,“ seg­ir Sig­mar.

Jóna Krist­ín næsti bæj­ar­stjóri

Nýtt meiri­hluta­sam­starf Sam­fylk­ing­ar­fé­lags Grinda­vík­ur og Fram­sókn­ar­fé­lags Grinda­vík­ur var und­ir­ritað í gær­kvöldi. Sam­komu­lagið verður kynnt fé­lags­mönn­um á fé­lags­fund­um fé­lag­anna í kvöld, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Ákveðið hef­ur verið að Jóna Krist­ín Þor­valds­dótt­ir, odd­viti sam­fylk­ing­ar­fé­lags Grinda­vík­ur verði bæj­ar­stjóri.  S- list­inn fær einnig for­seta bæj­ar­stjórn­ar en B-list­inn formann bæj­ar­ráðs og setu í stjórn Sam­bands Sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka