Á Hæstiréttur aðeins að tjá sig í dómum?

Sverrir Vilhelmsson

Með skrifum sínum í nýjasta tölublað tímaritsins Lögréttu, rauf Jón Steinar Gunnlaugsson, dómari við Hæstarétt, þá grafarþögn sem jafnan ríkti í Dómhúsinu þegar störf réttarins voru opinberlega gagnrýnd.

Sú hefð hafði mótast að hæstaréttardómarar hyrfu frá opinberri umræðu um lögfræðitengd álitamál inn í myrkviði réttarins, er þeir tóku við starfi. Dómarnir töluðu sínu máli og gagnrýni á niðurstöður var aldrei svarað af höfundum þeirra. En var slík þögn æskileg? Eiga dómar Hæstaréttar að vera hinn eini og sanni endir þrætumála eða mun það mögulega leiða til frekari sáttar um störf dómstóla, kjósi dómarar að varpa frekara ljósi á niðurstöður sínar?

Hvenær lýkur deilumáli?

Hann fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar á þeirri ákvörðun Jóns Steinars að skýra sératkvæði sitt opinberlega. „Dómur Hæstaréttar er endir þrætunnar. Dómar Hæstaréttar eiga að vera vel rökstuddir enda birtast í þeim endanlegar niðurstöður réttarins. Ég tel að rétturinn eigi ekki að svara gagnrýni á hans störf enda vaknar þá sú spurning hvenær málum er endanlega lokið,“ segir Sigurður.

Í grein Jóns er í raun ekki verið að útskýra eiginlega niðurstöðu réttarins heldur sératkvæði eins dómara. Sigurður bendir á að þrátt fyrir þá staðreynd sé sératkvæðið engu að síður dómur minnihluta réttarins og því hluti af niðurstöðu hans.

Málefnaleg umræða jákvæð

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir málefnalega umræðu um niðurstöður dóma af hinu góða og í þessu tiltekna máli sé um að ræða afar athyglisvert lögfræðilegt álitaefni – sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Hann telur því gott að slíkar vangaveltur fari fram uppi á yfirborðinu og menn rökræði þær sín á milli.

Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og segir málefnaleg skoðanaskipti einungis jákvæð. Umræða af þessum toga skýri forsendur dóma betur, sem aftur geti leitt til þess að fólk eigi auðveldara með að sætta sig við niðurstöður þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert