Bandarískir lögreglumenn hlaupa til góðs á Íslandi

Lögreglumennirnir hafa m.a. hlaupið til góðs í Kína, en hér …
Lögreglumennirnir hafa m.a. hlaupið til góðs í Kína, en hér sjást þeir á Kínamúrnum.

Hópur bandarískra lögreglumanna er nú staddur á Íslandi en þeir ætla að hlaupa maraþon í íslenskri náttúru til að safna fé handa sykursjúkum. Hlaupið fer fram á laugardag.

„Að hlaupinu loknu mun okkur líða eins og það sé kviknað í fótunum, og því þurfum við mikinn ís. Af þeim sökum tel ég að við séum að fara á réttan stað,“ segir yfirlögregluþjóninn Randy Pentis, sem fer fyrir hlaupahópnum, í samtali við bandaríska dagblaðið Fillmore Gazette, áður en þeir lögðu í hann til Íslands.

Hópurinn, sem kemur frá Kaliforníu, hefur hlaupið víða um heim, m.a. í Kína og í Sahara-eyðimörkinni. Sem fyrr segir styrkja þeir sykursjúka í ár en þeir hafa t.d. styrkt bandarísku hjartasamtökin og bandarísku krabbameinssamtökin með góðgerðarhlaupi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert