Hjólum stolið fyrir keppni

Tíu reiðhjólum var stolið úr læstum gámi í Grafarvogi í nótt. Hjólin átti að nota í reiðhjólakeppni vinnuskólans á Miklatúni í dag.  Gámurinn hafði verið brotinn upp og helmingur hjólanna tekinn. Bjarney Gunnarsdóttir leiðbeinandi hjá Vinnuskólanum segir að annað hvort hafi þjófarnir verið tíu og hjólað burt eða þeir hafi verið akandi og ekki komið fleiri hjólum í bílinn. Hún segir að hægt verði að fá lánuð hjól til að halda keppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka