Icelandair vél nauðlenti

Boeing 757-200 vél Icelandair sem missti afl á vinstri hreyfli.
Boeing 757-200 vél Icelandair sem missti afl á vinstri hreyfli. mbl.is/Víkurfréttir

Allar björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru kallaðar út vegna þotu Icelandair sem var að koma til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Dautt var á vinstri hreyfli þotunnar en 181 er um borð í vélinni. Um er að ræða Boeing 757-200 þotu og tókst lendingin vel, samkvæmt heimildum mbl.is.

Var útkallið skráð sem hættustig en eins og áður sagði tókst lendingin vel og hefur útkallið því verið afturkallað 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert