Allar björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru kallaðar út vegna þotu Icelandair sem var að koma til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Dautt var á vinstri hreyfli þotunnar en 181 er um borð í vélinni. Um er að ræða Boeing 757-200 þotu og tókst lendingin vel, samkvæmt heimildum mbl.is.
Var útkallið skráð sem hættustig en eins og áður sagði tókst lendingin vel og hefur útkallið því verið afturkallað