Kanínur engir vágestir

00:00
00:00

Kan­ín­ur vinna ekki telj­andi skaða á gróðri í Reykja­vík, seg­ir garðyrkju­stjóri. Kan­ín­ur hafa dreift sér um borg­ina á und­an­förn­um árum og þær nú að finna á öll­um helstu úti­vist­ar­svæðum borg­ar­inn­ar.

Kuld­inn sjái að ein­hverju leyti til þess að þeim fjölgi ekki um of og eins séu krakk­ar bæði að sleppa kan­ín­um og veiða þær aft­ur. Nokkuð er um að búr og  kan­ínu­bú barna finn­ist á úti­vist­ar­svæðunum.

Kan­ín­ur búa aðallega í Öskju­hlíð þar sem þeirra helstu heim­kynni hafa verið í um tvo ára­tugi. Þær hafa nú síðustu árin dreift sér um úti­vist­ar­svæði Reyk­vík­inga tekið sér ból­festu í Elliðaár­dal, við Rauðavatn, Heiðmörk og á fleiri stöðum þar sem er skóg­rækt.

Kan­ín­urn­ar í Elliðaár­dal eru óvana­lega gæf­ar og njóta greini­lega góðs at­læt­is hjá ná­grönn­um þar.

Ein kan­ína flutti hins­veg­ar í Laug­ar­dal­inn fyr­ir nokkr­um árum en þar mega eng­ar kan­ín­ur vera nema þær sem hafa heim­il­is­festi í Laug­ar­dal. Ekki stend­ur til að grípa til neinna aðgerða til að stemma stigu við út­breiðslu kan­ína í borg­inni að sögn garðyrkju­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert