Þyrlan nýtt í pylsukaup

Þyrlur geta komið sér vel til að mynda ef mann …
Þyrlur geta komið sér vel til að mynda ef mann langar í pylsu Reuters

Viðskipta­vin­um í Baul­unni í Borg­ar­f­irði brá held­ur bet­ur í brún seinnipart dags í liðinni viku þegar þyrla hóf að lækka flugið ofan við vega­sjopp­una og lenti loks á miðju bíla­stæðinu. Út gengu menn sem sam­kvæmt heim­ild­um Skessu­horns höfðu verið við veiðar í Kjarr­ará þegar hungrið fór að sverfa að.

Þeir höfðu flogið á þyrlu í veiðina og því lá bein­ast við að bregða sér um borð í hana og fljúga sem leið lá í Baul­una til þess að fjár­festa í einni pylsu með öllu. Slík­an munað geta aug­ljós­lega ekki all­ir veitt sér en sag­an seg­ir þó að menn­irn­ir hafi verið svo ólán­sam­ir að gleyma krít­ar­kort­un­um í jakka­föt­un­um sem lágu vel geymd í veiðihús­inu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Skessu­horns.

Sjá nán­ar á vef Skessu­horns 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert