Þyrlan nýtt í pylsukaup

Þyrlur geta komið sér vel til að mynda ef mann …
Þyrlur geta komið sér vel til að mynda ef mann langar í pylsu Reuters

Viðskiptavinum í Baulunni í Borgarfirði brá heldur betur í brún seinnipart dags í liðinni viku þegar þyrla hóf að lækka flugið ofan við vegasjoppuna og lenti loks á miðju bílastæðinu. Út gengu menn sem samkvæmt heimildum Skessuhorns höfðu verið við veiðar í Kjarrará þegar hungrið fór að sverfa að.

Þeir höfðu flogið á þyrlu í veiðina og því lá beinast við að bregða sér um borð í hana og fljúga sem leið lá í Bauluna til þess að fjárfesta í einni pylsu með öllu. Slíkan munað geta augljóslega ekki allir veitt sér en sagan segir þó að mennirnir hafi verið svo ólánsamir að gleyma krítarkortunum í jakkafötunum sem lágu vel geymd í veiðihúsinu. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns.

Sjá nánar á vef Skessuhorns 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert