Tollbindingar á helstu landbúnaðarvörum Íslands lækka um 66-75 prósent og heimildir til framleiðsluhvetjandi innanlandsstuðnings um 52,5%, nái langt komin samningsdrög aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um verslun með landbúnaðarafurðir fram að ganga.
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, segir samtökin hafa áhyggjur af drögunum, þau geti ekki þýtt annað „en að það þurfi að koma til frekari endurskoðun á því umhverfi sem landbúnaðurinn er í“.
„Það er ekki þannig að þetta komi flatt upp á okkur [...] Bændur og stjórnvöld hafa undanfarin ár verið að vinna í samningum, með vitneskju um hvað stefndi í.
Hluti af þessum stuðningi sem þarna er verið að tala um að draga saman er í formi tollverndar [...] Við bíðum eftir samtali við stjórnvöld um hvernig þetta verður útfært. Á þessari stundu tel ég að það verði mjólkurafurðir sem þetta snerti fyrst og fremst.“