Unglingum sýnt í líkhús

Kirkjugarður
Kirkjugarður mbl.is/Valdís Þórðardóttir

„Ég mun fara yfir þetta með starfsmönnunum við fyrsta tækifæri,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. Kvartað hefur verið til garðanna vegna atburðar sem sagður er hafa átt sér stað þegar ungmenni í sumarstarfi hjá kirkjugörðunum fengu á dögunum að skoða kirkju- og tengibyggingar í Fossvogi og þar á meðal líkhúsið, að því er Þórsteinn staðfestir.

Kvörtun sem görðunum barst mun hafa snúið að því að starfsmaður hafi sýnt ungmennum lík án þess þau hefðu verið undir það búin og hafi einhverjum brugðið við. Þórsteinn segir að viðkomandi starfsmaður sé í fríi og málið verði rætt við hann þegar hann snúi aftur til vinnu. „Hafi einhver tekið þetta nærri sér hörmum við það að sjálfsögðu,“ segir hann.

Þekktist að lík sæjust

Þórsteinn segir að um langan tíma hafi ungmennum í sumarstarfi hjá görðunum, sem að lágmarki eru á sautjánda ári, boðist að skoða húsin. Venjulega hafi tekist mjög vel til. Hann segir að þar til fyrir nokkrum árum hafi þekkst að lík væru sýnileg í líkhúsinu þegar ungmenni skoðuðu það. Ungmennin hafi þó ávallt verið vöruð við því fyrirfram og viðkvæmum bent á að fara ekki þangað. Þórsteinn segist hafa haft þá stefnu undanfarin ár að gæta skuli að því að lík liggi ekki frammi meðan sumarstarfsfólkið skoði aðstöðuna.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert