Skemmtisnekkjan Lone Ranger liggur nú við landfestar í Reykjavíkurhöfn. Eigandinn er bandarískur milljarðamæringur og sérvitringur Peter Lewis. Hann er þekktur fyrir rausnarlegar gjafir til góðgerðarmála og listasafna svo sem Guggenheimssafnsins þar sem hann var stjórnarformaður og Princeton háskóla en þaðan lauk hann námi árið 1955.
Þá er hann þekktur fyrir afskipti sín af stjórnmálum, vinfengi sitt við Kennedy fjölskylduna og fjárhagslegan stuðning við frambjóðendur demókrata. Hann studdi meðal annars forsetaframbjóðandann Barack Obama dyggilega í forvali demókrata. H
ann er umdeildastur fyrir baráttu sína fyrir lögleiðingu maríhúana en hann hefur varið miklu fé í að styðja slíka baráttu. Peter Lewis var í Grænlandi ásamt sextán manna áhöfn snekkjunnar. Hann brá sér því næst til Bandaríkjanna en er væntanlegur hingað til lands um helgina.