Bifreið valt eftir að ökumaður sofnaði undir stýri

Bet­ur fór en á horfðist þegar ökumaður fólks­bif­reiðar sofnaði und­ir stýri á þjóðvegi 1 skammt frá versl­un Bón­us í Borg­ar­f­irði um há­deg­is­bil í dag. Að sögn lög­reglu valt bif­reiðin á hliðina eft­ir að hún rakst á jeppa sem var að beygja inn á planið við mat­vöru­versl­un­ina. Eng­an sakaði.

Að sögn lög­reglu var ökumaður fólks­bíls­ins og farþegar flutt­ir á heilsu­gæslu­stöðina til aðhlynn­ing­ar, en þeir sem voru í jepp­an­um fóru sjálf­ir síðar um dag­inn. Meiðsl fólks­ins eru minni­hátt­ar.

Eng­ar um­ferðartaf­ir urðu vegna bíl­velt­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert