Bifreið valt eftir að ökumaður sofnaði undir stýri

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður fólksbifreiðar sofnaði undir stýri á þjóðvegi 1 skammt frá verslun Bónus í Borgarfirði um hádegisbil í dag. Að sögn lögreglu valt bifreiðin á hliðina eftir að hún rakst á jeppa sem var að beygja inn á planið við matvöruverslunina. Engan sakaði.

Að sögn lögreglu var ökumaður fólksbílsins og farþegar fluttir á heilsugæslustöðina til aðhlynningar, en þeir sem voru í jeppanum fóru sjálfir síðar um daginn. Meiðsl fólksins eru minniháttar.

Engar umferðartafir urðu vegna bílveltunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert