Einhugur um Fagra Ísland

Kárahnjúkar og Kringilsárrani fyrir stíflun.
Kárahnjúkar og Kringilsárrani fyrir stíflun. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Það getur stundum verið erfitt að halda sjó í náttúruverndarumræðu á Íslandi þegar hún snýr aðeins að því hvort reisa eigi álver eða ekki reisa álver. Þetta er miklu frekar spurning um hvar megi virkja og hvar ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún segir fullkominn einhug ríkja innan þingflokksins um Fagra Ísland – stefnu flokksins í umhverfis- og náttúruverndarmálum.

Spurð hvort stefnan sé nægilega skýr og hvort flokksmenn skilji almennilega stefnuna segir Ingibjörg að svo eigi að vera. „Ég held að við í Samfylkingunni séum öll sammála um að mikilvægt sé að nýta bæði jarðhitann og vatnsaflið. Þetta eru mikilvægar orkulindir sem nýta þarf, almenningi til hagsbóta. En það er mikilvægt að unnin sé heildstæð áætlun um þessar virkjanir þannig að umræðan og átökin berist ekki alltaf frá einum stað til annars.“

Ingibjörg Sólrún bendir jafnframt á að tillögur flokksins um Fagra Ísland hafi verið fjórþættar. Að styrkja stöðu náttúruverndar, vernda tiltekin fágæt svæði, vinna langtímaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og auka áhrif almennings. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert