Floti hennar hátignar til bjargar í Fossvogi

Sjóliðarnir við hreinsunarstörf
Sjóliðarnir við hreinsunarstörf mbl.is/G. Rúnar

Áhöfn breska tundurspillisins HMS Exeter gerði upp og lagfærði minnismerki um samvinnu Íslands og Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni í Fossvoginum í gær. Skipið er hér í tilefni af ráðstefnu um skipalestir Bandamanna sem fóru um Ísland og fluttu Rauða hernum vistir.

Á þriðja tug áhafnarmeðlima stóð í ströngu í sólskininu í gær við að dytta að merkinu, hreinsa það, pússa og mála. Töluvert sá á minnismerkinu og búið var að krota yfir áletrun þess.

„Vonandi mun fólk láta þetta í friði þegar búið er að gera þetta upp og þetta lítur vel út,“ sagði Owen New sjóliðsforingi á HMS Exeter. Hann er vongóður um að umgengni við minnismerkið batni og virðing fyrir því aukist þegar yfirhalningu áhafnarinnar er lokið.

Sjóliðarnir sem komu að viðgerðinni unnu verkið í sjálfboðavinnu utan síns hefðbundna vinnutíma. Þeir tóku daginn snemma í gær og reiknuðu með að verkið myndi klárast í tæka tíð fyrir síðdegisteið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert