Hrafn verpir í Surtsey

Leiðangursmennirnir. Mynd fengin af vef NÍ.
Leiðangursmennirnir. Mynd fengin af vef NÍ. mynd/Sigurður H. Magnússon

Það kom leiðang­urs­mönn­um á óvart, sem fóru í ár­leg­an leiðang­ur líf­fræðinga til Surts­eyj­ar dag­ana 7. – 10. júlí sl., að hrafn er tek­inn að verpa í eynni. Að þessu sinni voru fimm sér­fræðing­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands í leiðangr­in­um og einn frá Land­búnaðar­há­skóla Íslands.  

Auk þess voru þrír kvik­mynd­ar­gerðar­menn á veg­um kanadíska rík­is­sjón­varps­ins með í för, seg­ir í frétt á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands. 

Það sem vakti mesta at­hygli leiðang­urs­manna var að hrafn er tek­inn að verpa í Surts­ey. Þar voru hrafns­hjón með þrjá fleyga unga. Laup­ur þeirra fannst í stóra gígn­um á vest­ur­hluta eyj­ar­inn­ar þar sem hrafn­ar hafa áður byggt laupa en ekki orpið svo vitað sé.

Við laup­inn og í gígn­um voru mik­il um­merki eft­ir krumma og var greini­legt að hann hafði borið í unga sína egg fýls og ritu og einnig máfsunga. Sýn­ir þetta að æti er orðið nægi­legt í Surts­ey til bera uppi af­ræn­ingja eins og hrafn­inn sem trón­ir nú efst í fæðukeðju eyj­ar­inn­ar. Hrafn­inn er fjór­tánda fugla­teg­und­in og fimmti land­fugl­inn sem tek­ur að verpa í Surts­ey.  

Gróður mæld­ur og mosa safnað  

Í ferðinni var land­nám há­plöntu­teg­unda kannað, gróður mæld­ur í föst­um rann­sókn­areit­um og jarðvegs­sýni tek­in. Í reit­un­um var einnig mæld ljóstil­líf­un plantna og jarðveg­sönd­un. Mos­um var safnað um alla eyj­una og könn­un gerð á svepp­um, en mjög langt er síðan að hugað hef­ur verið þar að þess­um hóp­um líf­vera í eyj­unni.  

Fugla­líf var kannað og smá­dýr­um safnað bæði í föst­um reit­um og vítt og breitt um eyj­una.

Nán­ar um leiðang­ur­inn hér. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka