Látnir ekki sýningargripir

mbl.is/Valdís Þórðardóttir

„Látinn maður á að njóta sömu virðingar og hann gerir meðan hann er á lífi. Þar af leiðandi getur látinn maður aldrei verið sýningargripur,“ segir Kristján Valur Ingólfsson hjá Biskupsstofu. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um ungmenni í sumarvinnu í kirkjugörðunum sem fengu að skoða lík í skoðunarferð um líkhús í Fossvogi. Var nokkrum unglinganna brugðið, enda ekki undir það búnir að sjá látna manneskju berum augum.

Ekkert ákvæði er um að virða skuli hinn látna í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Þar er kafli um tilfærslu líks og flutning þess, en hvergi áréttað nákvæmlega hvernig skuli meðhöndla líkið á undirbúningsstigi greftrunar, til dæmis í líkhúsi. Í reglugerð um flutning líka er ekki minnst á lík í líkhúsi.

Í almennum hegningarlögum er röskun grafarhelgi og ósæmileg meðferð á líki gerð refsiverð, en það fellur tæpast undir það tilvik sem hér um ræðir. Hvergi í lögum er beinlínis bannað að fara með fólk inn í líkhús í þeim tilgangi að sýna þeim lík. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki lögbrot,“ segir Kristján um skoðunarferð ungmennanna.

Fólk sem á ekkert erindi í líkhús

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert