Mældur á 212 km hraða; reyndi að stinga af

Lögreglan hafði hendur í hári ökumannsins.
Lögreglan hafði hendur í hári ökumannsins. mbl.is/Július

Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í dag. Sá er hraðast ók mældist á 212 km hraða á Reykjanesbraut á bifhjóli. Ökumaðurinn gerði tilraun til að stinga lögregluna af, en það tókst ekki og var hann handsamaður við Kaffi Tár í Njarðvík.

Að sögn lögreglu var ökumaðurinn handtekinn og færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Ökumenn sem urðu vitni að eftirför lögreglunnar frá Vogaafleggjara og að Njarðvík eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert