Fjórir menn voru gómaðir við veiðar á Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði í nótt. Mennirnir höfðu lagt silunganet í vatnið sem er með öllu óheimilt. Viðurlögin eru þó einungis þau að menn eru sendir beinustu leið heim. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns.