Árekstur við Kerið

Tveir jeppar, sem komu úr gagnstæðri átt, rákust saman á Biskupstungnabraut við Kerið um kl. 15:30 í dag. Fjórir voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands með minniháttar meiðsl. Önnur bifreiðin fór á hliðina að sögn lögreglu.

Þrjú börn og einn fullorðinn voru í jeppanum sem valt. Þau voru flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnunina þar sem læknir skoðaði þau. Ökumaður og farþegar í hinum jeppanum sluppu ómeidd. 

Tafir urðu á umferð á meðan lögreglan og sjúkralið voru á vettvangi, en jeppinn sem valt lokaði annarri akreininni.

Að sögn lögreglu er málið í rannsókn en talið er að önnur bifreiðin hafi ekið inn á öfugan vegarhelming með fyrrgreindum afleiðingum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert