Árekstur við Kerið

Tveir jepp­ar, sem komu úr gagn­stæðri átt, rák­ust sam­an á Bisk­upstungna­braut við Kerið um kl. 15:30 í dag. Fjór­ir voru flutt­ir til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands með minni­hátt­ar meiðsl. Önnur bif­reiðin fór á hliðina að sögn lög­reglu.

Þrjú börn og einn full­orðinn voru í jepp­an­um sem valt. Þau voru flutt með sjúkra­bíl á heil­brigðis­stofn­un­ina þar sem lækn­ir skoðaði þau. Ökumaður og farþegar í hinum jepp­an­um sluppu ómeidd. 

Taf­ir urðu á um­ferð á meðan lög­regl­an og sjúkra­lið voru á vett­vangi, en jepp­inn sem valt lokaði ann­arri ak­rein­inni.

Að sögn lög­reglu er málið í rann­sókn en talið er að önn­ur bif­reiðin hafi ekið inn á öf­ug­an veg­ar­helm­ing með fyrr­greind­um af­leiðing­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert