Lögreglan á Selfossi mun væntanlega fara fram á að fá gögn um slys sem varð í í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Selfossi var lögreglu ekki tilkynnt um slysið heldur ók starfsmaður garðsins hinum slasaða beint á sjúkrahús í Reykjavík.
Rétt hefði verið að tilkynna um slysið til lögreglu í umdæminu og mun lögregla þar fara fram á gögn um málið þannig að bæði geti farið fram lögreglurannsókn á málinu og því hvers vegna það var ekki tilkynnt með eðlilegum hætti.
Greint var frá því í réttum Stöðvar 2 í kvöld að ungur maður hefði nef-, handleggs- og rifbeinsbrotnaði þegar hann féll úr leiktæki í garðinum. Þá hafi hann marist á lunga.
Slysið varð í leiktæki sem heitir Fljúgandi íkorninn en svo virðist sem öryggisbúnaður þess hafi gefið sig með þeim afleiðingum að maðurinn féll um fimm metra niður á grasflöt.