FÍS lýsir miklum áhyggjum af ástandinu

mbl.is

Félag íslenskra stórkaupmanna lýsir miklum áhyggjum af því ástandi sem skapast hefur í efnahagslífi Íslands og krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda strax. Þetta kemur fram í opnu bréfi samtakanna til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, sem birt er sem auglýsing í Morgunblaðinu í dag.

Í bréfinu segir m.a. stjórn samtakanna styðji áskorun efnahagsnefndar FÍS til ríkisstjórnar Íslands um að hún beiti sér fyrir því að hafnar verði aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þá segir að þótt skoðanir séu skiptar á meðal félagsmanna um aðild að Evrópusambandinu telji stjórn þess rétt að hefja könnunarviðræður til að fá fram hvaða valkostum þjóðin standi frammi fyrir varðandi hugsanlega inngöngu í sambandið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert