Geir: Getum lært af þjóðarsáttinni

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við afhjúpun bautasteins í minningu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns á Flateyri í dag að Einar Oddur hafi átt stóran þátt í gerð Þjóðarsáttarsamningana en hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands þegar þeir samningar voru gerðir. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í kvöld.

Geir sagði þjóðarsáttarsamningana hafa verið mjög merkilega. Þeir hafi lagt grunninn að margvíslegum umbótum og stuðlað að því að hægt var að halda verðbólgunni í skefjum í tuttugu ár.

Geir sagði okkur nú standa í þeim sömu sporum að þurfa að koma böndum á verðbólguna og að sennilega getum við lært eitthvað af þjóðarsáttarsamningunum. Aðstæður nú séu hins vegar mjög ólíkar því sem þá hafi verið, meðal annars séum við nú að takast á við miklar verðhækkanir á erlendum mörkuðum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert