Saving Iceland með mótmælabúðir á Hellisheiði

Búðir mótmælendanna í morgun.
Búðir mótmælendanna í morgun. mbl.is/Frikki

Samtökin Saving Iceland hafa komið upp mótmælabúðum á Hellisheiði, n.t.t. á Hengilssvæðinu skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Að sögn Miriam Rose, eins talsmanna, samtakanna eru um 50 manns þegar komnir í búðirnir, en mótmælendurnir koma hvaðanæva að úr heiminum, t.a.m. frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Miriam segir að ýmsar mótmælaaðgerðir séu fyrirhugaðar. M.a. verður stækkun Hellisheiðarvirkjunar mótmælt. Hún gat hins vegar ekki tjáð sig um hvar eða hvenær mótmælin muni eiga sér stað. Það eigi eftir að koma í ljós. 

Hún segir að fyrstu dagarnir fari í það að fræða fólk um það sem sé að gerast á Íslandi, þ.e. hvaða stóriðjuframkvæmdir séu í gangi eða eru fyrirhugaðar. Rætt verði um áhrif slíkra framkvæmda á náttúruna. „Fólkið verður því vel upplýst áður en það grípur til aðgerða,“ segir Miriam. 

Aðspurð segir hún að von sé á fleiri mótmælendum til landsins.

Lögreglan á Selfossi segist ekki vera með sérstakan viðbúnað vegna komu mótmælendanna. Eftirlit með svæðinu verði með hefðbundnum hætti. Mótmælendurnir fái að vera í friði svo lengi sem þeir séu á svæðinu í sátt við landeigendur og brjóti engin lög. 

Mótmælabúðir Saving Iceland á Mosfellsheiði í fyrra.
Mótmælabúðir Saving Iceland á Mosfellsheiði í fyrra. mbl.is/ÞÖK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka