Þjóðin þarf festu í landstjórnina

„Óskaplega mikilvægt er fyrir þjóðina við þessar aðstæður að finna festu í landstjórninni. Að í brúnni séu menn sem vita hvert þeir stefna, tali bjartsýni og kjark í fólkið og framkvæmi það sem allir aðrir sjá að þarf að gera,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Flokkurinn sendi í gær frá sér tillögur vegna ástands efnahagsmála og segist formaðurinn tilbúinn að taka við keflinu af núverandi ríkisstjórn sem hafi ekkert að gert.

Guðni segir framsóknarmenn hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og sömu áhyggjur finnist hvar sem komið er að. „Það þyngir að og fólk hefur miklar áhyggjur af sínum hag og þjóðarhag. Því finnst að það vanti forystuna í þjóðfélagið.“

Formaðurinn ritar grein sem birtist á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Í henni segist hann telja þörf á samstilltum og ákveðnum aðgerðum ríkisstjórnar og Seðlabankans. Nauðsynlegt sé að lækka stýrivexti og auka gjaldeyrisforðann. „Það er nákvæmlega það sem ríkið getur gert og einnig að vera tilbúið með stórframkvæmdir. Menn þurfa að undirbúa þær sem allra fyrst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert