Útrásin á að geta haldið áfram

„Við höfum haft sömu stefnuna alla tíð. Það þarf að afmarka áhættuna en þetta eru mjög spennandi tækifæri og við eigum að nýta þau og koma þannig þekkingu og tengslaneti Orkuveitunnar í verð, rétt eins og önnur orkufyrirtæki eru að gera, til hagsbóta fyrir Reykvíkinga,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar. Hann segir það hafa legið fyrir frá áramótum að REI eigi að starfa sem útrásar- og fjárfestingararmur OR og það kæmi honum mjög á óvart ef þar yrði breyting á.

Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórn REI, segir að útrásin eigi að geta haldið áfram undir merkjum OR án þess að borgin þurfi að leggja til meira fjármagn. „Við þurfum þannig ekki að koma að þessu sem fjárfestir heldur sem þekkingarlegur bakhjarl, og með þeim hætti eignumst við okkar hlut í verkefnunum. Ef okkur tekst þannig að finna þessu farveg án þess að leggja meiri peninga undir þá skil ég ekki alveg í hverju andstaða Sjálfstæðisflokksins felst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka