Vesturbærinn enn vinsæll

Nemendur í Vesturbæjarskóla
Nemendur í Vesturbæjarskóla mbl.is/KGA

Vesturbærinn og miðbærinn eru vinsælustu hverfi borgarinnar þegar kemur að búsetu. Það kemur fram í könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga 2007 sem unnin var fyrir skipulags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar. Þetta eru sömu niðurstöður og árið 2003 en vinsældir miðbæjarins hafa þó ekki vaxið mikið miðað við aukið framboð nýs húsnæðis þar.

Þau hverfi sem hafa mest sótt á síðan 2003 eru Árbær/Grafarvogur, Kjalarnes og Hlíðarnar. Vatnsmýrin og Úlfarsárdalur eru vinsælustu nýbyggingarsvæðin, en t.a.m. nefndu aðeins 4% aðspurðra Örfirisey.

Vantar fleiri lág fjölbýlishús

Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur hjá Landráði sf., hafði umsjón með könnuninni. Hann telur að vinsældir Vesturbæjarins og miðbæjarins megi helst rekja til þess að fólk vilji vera í grónu umhverfi, í nánd við miðbæinn, gömlu höfnina og háskólastofnanir. Fólk leggi mesta áherslu á fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi. Útsýni, skjól og útivistarmöguleikar eru þá mikilvægustu umhverfisþættirnir.

Þegar spurt var hvernig húsnæði vantar helst í borgina svöruðu flestir, eða um fjórðungur, lág fjölbýlishús, tæpur fimmtungur nefndi hæðir og því næst komu einbýlishús og raðhús. 47% voru á móti fjölgun háhýsa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert