Byggðasafnið verðlaunað

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Inga Ólafsdóttir, formaður menningarmálanefndar Ísafjarðar, …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Inga Ólafsdóttir, formaður menningarmálanefndar Ísafjarðar, og Jón Sigurpálsson, safnastjóri Byggasafns Vestfjarða. mbl.is/hag

Byggðasafn Vest­fjarða hlaut í dag Íslensku safna­verðlaun­in sem for­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, af­henti á Bessa­stöðum í dag. Íslensku safna­verðlaun­in eru veitt annað hvert ár því safni sem þykir hafa skarað fram úr. Þau voru fyrst af­hent árið 2000.

Jón Sig­urpáls­son, safn­stjóri Byggðasafns Vest­fjarða, veitti verðlaun­um viðtöku fyr­ir hönd safns­ins. Auk byggðasafns­ins voru Minja­safnið á Ak­ur­eyri og Safna­safnið á Sval­b­arðsströnd til­nefnd til verðlaun­anna.

Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta kem­ur fram að Byggðasafn Vest­fjarða á Ísaf­irði sé ein­stakt safn í sinni röð. Sýn­ing­ar­svæði þess sé í Neðsta­kaupstað þar sem standi fjög­ur hús frá 18. öld, Tjöru­húsið, Kram­búð og Fa­ktors­húsið og Turn­húsið, sem sam­an myndi elstu heild húsa á Íslandi. Þá seg­ir að Byggðasafn Vest­fjarða hafi staðið að varðveislu þess­ara merki­legu húsa með þeim hætti að til fyr­ir­mynd­ar er og í Neðsta­kaupstað hef­ur tek­ist að skapa and­rúms­loft sem vitn­ar um at­vinnu­hætti fyrri tíma.

Byggðasafn Vest­fjarða legg­ur áherslu á að safna bát­um og báta­vél­um og hef­ur farið þá leið í varðveislu báta að halda þeim sjó­fær­um og stuðla þannig að því að viðhalda verkþekk­ingu við báta­smíðar. Safnið hef­ur um­sjón með elsta slipp lands­ins þar sem unnt er að standa að viðhaldi báta.


 

Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum í dag.
Verðlaun­in voru af­hent á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Brynj­ar Gauti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert