Níutíu og þrír taka þátt í Glerárdalsgöngunni í ár, en göngugarparnir skiptast í fimm hópar. Gengið er fjallahringinn sem myndar Glerárdal í Eyjafirði, alls 24 tinda.
Göngumenn lögðu flestir af stað snemma í gærmorgun. Þrír hópar ætla allann hringinn og tveir hópar hluta leiðarinnar.
Samanlögð hækkun er um 4.000 metrar og heildarvegalengd leiðarinnar eru rétt tæpir 50 km. Hæsta fjall á leiðinni er Kerling 1.538 m.y.s. en það lægsta er Hlíðarhryggur 1.100 m.y.s. 10 af þessum fjöllum eru yfir 1400 m.
Hægt er að fylgjast með ferðum göngumannanna hér.