Greitt mótframlag er hærra í Noregi

Glitnir greiðir mismikið mótframlag til umhverfismála vegna nýju sparnaðarleiðarinnar Save&Save, þar sem bankinn greiðir ákveðið hlutfall af innstæðu reikninga í umhverfissjóð. Fyrir íslensku reikningana greiðir bankinn 0,1% mótframlag, en 0,15% sé um norska viðskiptavini að ræða.

Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis, segir það stefnu fyrirtækisins að hafa innlánsreikningana eins milli landa, en segir að í vissum tilfellum þurfi að laga vöruna að mismunandi markaðsaðstæðum, sérstaklega þegar verið sé að kynna vöruna. Hann segir hið aukna mótframlag í Noregi vera tímabundið, til standi að hafa framlagið 0,1% í báðum löndunum. Ekki hafi verið skoðað að bjóða upp á hærra mótframlagið á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert