Bæjaryfirvöld í Kópavogavogi hafa ákveðið að bjóða út hverfagæslu í bænum. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir bæjaryfirvöld þar ekki telja nærgæslu lögreglu næganlega eftir sameiningu lögregluumdæma á höfuðborgarsvæðisins.
Segir Þór innbrot hafa aukist og að lögregla nái ekki að sinna hefðbundnum verkefnum. Yfirvöld í Kópavogi hafi ítrekað fjallað um þetta og nú hafi verið ákveðið að grípa til ráðstafana. Þá segir hann fulltrúa bæjaráðs sammála um að aðgerða sé þörf. Ekki sé þó full samstaða um það hvernig bregðast skuli við.
Þór segir að til standi að bjóða verkefnið út í eitt ár sem tilraunaverkefni og að gert sé ráð fyrir að gæsla standi í tvo til sex tíma á dag og að verkefnið kosti 6 til 10 milljónir. Þá segir hann að m.a. veri litið til reynslu af slíku á Seltjarnarnesi.