Látinn laus en handtekinn skömmu síðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo unglingspilta á föstudagskvöld sem grunaðir eru um að hafa ráðist á leigubílstjóra í Garðabæ aðfaranótt föstudags. Piltarnir, sem ekki hafa náð sjálfræðisaldri, börðu leigubílstjórann í andlitið og komust undan með þúsund krónur og farsíma bílstjórans.

Eftir skýrslutöku var öðrum piltinum sleppt. Hann beið ekki boðanna heldur hélt þegar af stað niður í miðborgina. Í verslun 10-11 í Austurstræti veittu lögreglumenn honum athygli en að sögn varðstjóra var hann flóttalegur að sjá. Þegar pilturinn sá að lögreglumenn fylgdust með honum henti hann frá sér vörum sem hann hafði stungið inn á sig og reyndi að flýja.

Lögreglumenn voru fljótir að ná honum en pilturinn veitti töluverða mótspyrnu og skallaði m.a. annan lögreglumanninn í andlitið. Sá þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild. Pilturinn er enn í haldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert