Ólafur Jóhann: Tími gífuryrða er liðinn

„Tími stóryrða og gífuryrða er liðinn. Menn verða að horfa fram á veginn og skynsamt fólk þarf að setjast niður og leysa þessi vandamál,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr stjórnarformaður Geysis Green, spurður um REI-málið.

Í viðtali við Morgunblaðið lýsir Ólafur Jóhann því meðal annars hvernig REI-málið horfi við honum.

„Menn benda hver á annan og kenna öðrum um en ég held að mál sé að linni því þannig leysum við engan vanda,“ segir Ólafur Jóhann.

„Mjög agressívir fjármálamenn komu inn í þennan geira og verklag þeirra var kannski ekki það ákjósanlegasta miðað við aðstæður. Síðan blandaðist pólitík saman við og úr þessu varð sprengja. Ég held að menn hafi gert hluti í fljótfærni og eftir það komst málið í hnút sem hefur hingað til virst erfitt að leysa. Einhverjir þurfa að toga í spottann til að leysa hnútinn en sumir hafa kannski forðast það því óneitanlega hafa þeir sem hafa komið nálægt málinu lent í ýmiss konar kröggum. Þess vegna hefur allt setið fast mánuðum saman og þessi orkugeiri lítið þróast,“ segir Ólafur Jóhann.

Ólafur Jóhann segir að menn verði að hætta að finna blóraböggla og láta af því að velta sér upp úr því sem orðið er því fortíðinni breyti enginn. | 18

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert