Styðja Saving Iceland á hljóðlátan hátt

Það hefur verið heldur blautt í búðum Saving Iceland á …
Það hefur verið heldur blautt í búðum Saving Iceland á Hellisheiði. mbl.is/Frikki

Um fimmtán þátt­tak­end­ur í vinnu­búðum sam­tak­anna Sa­ving Ice­land á Hell­is­heiði leituðu til byggða í nótt vegna veðurs. Miriam Rose, talsmaður sam­tak­ann, sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í dag að fólkið hafi flest fengið inni hjá Íslend­ing­um sem styðji sam­tök­in á hljóðlát­an hátt.

Þá sagði hún fólkið vera að tín­ast til baka enda sé veður á heiðinni að skána og veður­spá góð. Um fimm­tíu manns voru í búðunum í gær og seg­ir hún þá flest vera komna til baka auk þess sem fleiri hafi sleg­ist í hóp­inn.

Miriam seg­ir að kynn­ing­ar­starfi, sem fram átti að fara í vinnu­hóp­um í dag hafi verið frestað fram eft­ir degi, vegna þessa.

Þá seg­ir hún verða vör við mik­inn áhuga á starfi sam­tak­anna ekki síst frá ferðamönn­um, sem leggi jafn­vel lykkju á leið sína til að koma við í vinnu­búðunum.

Miri­an Rose seg­ir að þrátt fyr­ir að aðaláhersla sé nú lögð á und­ir­bún­ings og upp­lýs­inga­starfi,  í búðunum séu flest­ir þátt­tak­enda þegar farn­ir að und­ir­búa aðgerðir sum­ars­ins. M.a. standi til að bjóða upp á göngu­ferðir um þau svæði við Þjórsá, sem ógnað er af virkj­un­ar­fram­kvæmd­um, þann 20. júlí. Þá verði hald­in ráðstefna um menn­ing­ar­leg áhrif álfram­leiðslu bæði á Indlandi og Íslandi í Reykja­víkuraka­demí­unni þann 23. júlí.     

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert