Styrkja uppbyggingu Þjóðhátíðarmannvirkja

Tryggingamiðstöðin (TM) hefur ákveðið að styrkja aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til uppbyggingar á þeim mannvirkjum sem skemmdust eða eyðilögðust í eldsvoða í lok maí. Um er að ræða umgjörð Þjóðhátíðar sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.

 Mannvirkin voru ekki tryggð og segir Guðbjörg Karlsdóttir, útibústjóri TM í Vestmannaeyjum, að þar sem TM eigi djúpar rætur í Vestmannaeyjum hafi verið ákveðið að kosta allt efni sem þurfi til að endurgera mannvirkin. TM mun einnig aðstoða sjálfboðaliða í Vestmannaeyjum af fremsta megni við uppbyggingu mannvirkja í Herjólfsdal.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert