17 BHM-félög samþykktu en eitt felldi

Félagsmenn 17 aðildarfélaga BHM af þeim 20, sem skrifuðu undir kjarasamning við ríkið í júnílok, hafa nú samþykkt samninginn  í atkvæðagreiðslu á vegum félaganna. Stéttarfélag lögfræðinga felldi samninginn í atkvæðagreiðslu og enn stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá Félagi háskólakennara og Kennarafélagi Kennaraháskóla Íslands.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að líklega hafi stuttur samningstími  haft úrslitaáhrif á afstöðu meirihlutans. BHM geri hins vegar  að sjálfsögðu ráð fyrir að ríkisstjórnin standi við stóru orðin þegar aftur verður sest að samningaborði næsta vor og framkoma samninganefndar ríkisins verði í samræmi við það sem standi í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að menntun sé forsenda framþróunar í landinu. Laun háskólamanna verði að endurspegla það. 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert