Á vefnum Aflafréttir er að finna samantekt yfir aflaverðmæti frystitogara í maí. Tölurnar byggir höfundurinn á meðalverði ársins 2007.
Í samantektinni kemur fram að togarar sem voru til að mynda á grálúðuveiðum
eins og Hrafn Sveinbjarnarsson GK sem sé neðstur á listanum ættu sennilega að
vera með talsvert meira aflaverðmæti. Hann hafi verið með 150 tonn af grálúðu
og ef miða ætti við Guðmund í Nesi RE sem er að mestu á grálúðuveiðum þá ætti
aflaverðmæti þessara 150 tonna að vera í kringum 30 milljónir. Hann kemur því ekki fram á þessum lista yfir tíu aflahæstu togarana.
Höfundur samantektarinnar leggur á það áherslu að erfitt sé að meta aflaverðmæti skipanna en að niðurstöður sínar ættu eigi að síður að geta gefið einhverja hugmynd um raunverulegt aflaverðmæti.
Áætlað aflaverðmæti frystitogara í maí:
Sæti Nafn aflaverðmæti Landanir
Fréttatilkynning1 Víðir Ea 170.2 2
2 Helga María AK 169.5 2
3 Þerney RE 162.4 2
4 Guðmundur Í nesi RE 160 2
5 Gnúpur GK 133.8 2
6 Mánaberg ÓF 132.4 2
7 Málmey SK 126.4 2
8 Venus HF 109.7 1
9 Sigurbjörg ÓF 108.5 2
10 Arnar HU 107.7 1
Fleiri upplýsingar má finna á vefnum Aflafréttir.