Dekk sprakk á flugvél í lendingu

Flugvélin á Keflavíkurflugvelli í dag eftir óhappið.
Flugvélin á Keflavíkurflugvelli í dag eftir óhappið.

Hjólbarði á MB-90/30 farþegaþotu Iceland Express, sprakk eftir vélin lenti á Keflavíkurflugvelli á þriðja tímanum í dag. Vélin var að koma frá Lundúnum með 148 farþega innanborðs. Í þann mund þegar vélin nam staðar sprakk á öðru afturhjóli hennar.

Vélin nam staðar við brautina og voru farþegar fluttir úr henni með rútu á meðan skipt var um hjólbarða. Að sögn Iceland Express urðu farþegarnir að öðru leyti ekki varir við að sprungið hefði á vélinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert